Ægir tapaði fyrsta leik 0-2 gegn Sindra á heimavelli. Ægisliðið er skipað leikmönnum úr ýmsum áttum og alls léku sex erlendir leikmenn síðasta leik en þekktastur leikmanna Ægis er þó líklega Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður.
Afturelding hóf deildina með sigri gegn KV en tapaði síðasta leik í Borgunarbikarnum gegn 1.deildar liði Fram 0-1. Liðið ætti að vera búið að hrista það af sér og tilbúið í fyrsta heimaleikinn í dag laugardag. Gunnar Wigelund hefur verið meiddur og er óvíst með hann en Arnór Breki lék með 2.flokki í vikunni og er að komast í leikform. Aðrir leikmenn eru heilir eftir því sem best er vitað.
Afturelding og Ægir hafa mæst reglulega undanfarin ár í deildinni og hafa okkar menn nánast ætíð haft betur með 4 sigra og 2 jafntefli í síðustu 6 leikjum og markatalan er 13-2 okkur í hag.
Leikurinn hefst kl 14:00 á gerfigrasvellinum að Varmá.