Gunnar Wigelund framlengir við Aftureldingu

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Gunnar er 27 ára, örvfættur og sóknarmaður að upplagi. Þrátt fyrir að hafa glímt við meiðsli megnið af tímabilinu í fyrra, kom hann við sögu í 16 leikjum liðsins og skoraði þar 7 mörk. Hann býr sig nú undir að taka þátt í þriðja tímabili sínu með liðinu

Það er að koma góð mynd á hópinn fyrir komandi sumar og strákarnir allir sem einn að leggja mikið á sig við undirbúning á komandi átökum.  Það eru svo sannarlega spennandi hlutir í vændum