Hafdís og Guðný framlengja við félagið

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Meistaraflokkurinn er í fullum gír að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og það er ánægjulegt að geta sagt frá að tveir öflugir leikmenn, uppaldir í Mosfellsbænum hafa framlengt samninga sína við félagið til tveggja ára

Guðný Lena hefur oftast leikið sem vinstri bakvörður eða á miðjunni fyrir meistaraflokk en af og til leyst af í miðvarðarstöðunni. Hún lék sína fyrstu leiki sumarið 2010 og hefur alls leikið 45 leiki í Pepsideild og bikar fyrir Aftureldingu

Hafdís Rún hefur yfirleitt spilað á hægri kanti en getur vel spilað bæði í vörn og sókn þegar á þarf að halda. Hafdís hóf sinn meistaraflokksferil sumarið 2010 og hefur leikið 34 leiki fyrir félagið í deild og bikar.

Hafdís og Guðný eru báðar fæddar árið 1994 og verða tvítugar síðar á árinu. Þær hafa leikið allan sinn feril með Aftureldingu og voru m.a. í því öfluga liði Aftureldingar sem komst í úrslit í Íslandsmótinu í 4.flokki árið 2008 undir stjórn Bóelar Kristjánsdóttur og sá sami hópur vann það sama ár stórt alþjóðlegt mót í Barcelona sællar minningar.