Afturelding á einn fulltrúa sem er Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Hafrún sem er á eldra ári í 4.flokki hefur leikið vel í sumar með sameiginlegu liði Aftureldingar, Fram og Skallagríms þar sem hún er fyrirliði.
Hafrún hefur einnig komið við sögu með liði 3.flokks en þar teflir Afturelding fram sameiginlegu liði með Fram og Fjölni.
Knattspyrnudeild óskar Hafrúnu til hamingju með valið og góðs gengis á Laugarvatni en knattspyrnuskólinn stendur yfir dagana 13. – 17.júní.