Hanna valin Mosfellingur ársins

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðrin í starfi Aftureldingar. Hún er ma. upphafsmaður risa þorrablóts Aftureldingar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda af knattspyrnuskóla Aftureldingar og  Liverpool, segir í tilkynningu.

„Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileinkar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins. „Mitt hjartans mál er að byggt verði knattspyrnuhús í Mosfellsbæ,” segir Hanna Símonardóttir sem er hvergi nærri hætt að láta gott af sér leiða fyrir Aftureldingu og samfélagið í Mosfellsbæ.

Frétt og mynd: Bæjarblaðið Mosfellingur og Raggi Óla.