Þetta eru þær Hrefna Guðrún Pétursdóttir og Steinunn Sigurjónsdóttir sem báðar hafa verið að leika vel með meistaraflokksliði Aftureldingar í Pepisdeildinni í sumar.
Hrefna Guðrún á tvo leiki með U19 landsliðinu og 6 með U17 en Steinunn er með 6 U17 leiki á ferilskránni. Steinunn er reyndar félagsbundin Breiðablik en er hjá okkur á lánssamningi í sumar.
Knattspyrnudeild óskar stelpunum til hamingju með áfangann og góðs gengis með landsliðinu.
