Mótið tókst mjög vel enda komið í býsna fastar skorður. Á laugardag kepptu 6.flokkur karla og kvenna en á sunnudag komu 7.flokkur karla og kvenna auk 8.flokks barna, alls um 1.000 börn.
Allar tímasetningar stóðust 100% sem skiptir svo miklu máli, sérstaklega fyrir foreldra og aðstandendur keppenda sem geta treyst á að mótið hefjist á réttum tíma og að engar tafir verði á leikjadagskrá.
Eina sem setti strik í reikninginn var rigning eftir hádegi á sunnudag en það er von mótanefndar að börnin, framtíð íslenskrar knattspyrnu, hafi þrátt fyrir það skemmt sér hið besta. Myndir frá mótinu má sjá á síðunni http://sporthero.is
Mótanefnd og Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar þakkar öllum þáttakendum, gestum og sjálfboðaliðum félagsins kærlega fyrir helgina. Þá fær aðalstuðningsaðili mótins, Intersport á Íslandi innilegar þakkir fyrir ómetanlega stuðning við félagið sem og aðrir sem lögðu hönd á plóg.