Intersportmótið um helgina á Tungubökkum

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Lokað hefur verið fyrir skráningu og er mótanefnd í óða önn að setja upp leikjaplan fyrir helgina og vinna að undirbúningi öðrum fyrir mótið. Reiknað er með að þáttakendafjöldi verði álíka og í fyrra eða um 1.000 börn í 6, 7 og 8 flokki karla og kvenna.

Leikjaplan ætti að vera tilbúið um miðja vikuna en þegar liggur fyrir að 6.flokkur karla og kvenna leikur á laugardaginn 31.ágúst og keppa A, C og E lið fyrir hádegi en B og D eftir hádegi. Morgunlotan er frá 9:00 til 12:00 og síðdegislotan frá 13:00 til 16:00

Á sunnudag mæta svo 7.flokkur karla og kvenna til leiks og er einnig skipt þannig að A, C og E lið leika fyrir hádegi en B og D eftir hádegi. Morgunlotan er frá 9:00 til 12:00 og síðdegislotan frá 13:00 til 16:00 eins og fyrr.

8.flokkur barna hefur svo leik kl 13:00 á sunnudeginum og er keppt í A, B og C liðum hjá þeim yngstu og þau eru búin um kl 16:00.