Það verða strákarnir okkar sem hefja sumarið á Varmárvelli, föstudaginn 11. maí þegar þeir fá Njarðvík í heimsókn í 2.deildinni. Fyrsti útileikurinn verður gegn KF á Ólafsfirði áður Hamar frá Hveragerði kemur í heimsókn. Afturelding var ekki fjarri því að ná öðru sæti deildarinnar í fyrra eftir gríðarlegan endasprett og spurning hvort strákarnir setja stefnuna á 1.deild að ári.
Stelpurnar okkar taka á móti FH í Pepsi deild kvenna sunnudaginn 13.maí einnig á Varmárvelli en FH er nýliði í deildinni. Þá bíður útileikur á Kópavogsvelli gegn Breiðablik áður en Fylkir kemur í heimsókn í Mosfellsbæinn. Afturelding varð í sjöunda sæti Pepsideildarinnar í fyrra og hefur nú sitt fimmta tímabil í efstu deild.
Leikjadagskrá má sjá á vef KSÍ en rétt er að minna á að þetta eru drög að dagskrá og geta breyst.