Bæði lið eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og mátti sjá nokkur ný andlit í báðum liðum. Vestfirðingarnir voru á undan að skora þegar þeir náðu forystu undir lok fyrri hálfleiks.
Í þeim síðari náðu okkar menn að jafna og var þar að verki Elvar Ingi Vignisson tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Afturelding og BÍ/Bolungarvík eru þar með eitt stig hvort en Njarðvík hefur þrjú stig.
Efstir eftir tvo leiki með fullt hús eru Selfyssingar en okkar menn taka einmitt á móti þeim á Varmárvelli á föstudaginn kl. 19:00 og er þá gott tækifæri til að mæta og kíkja á hvernig strákarnir okkar koma undan vetri.