Jafntefli í Lengjubikarnum

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þróttarar byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna eftir rúman stundarfjórðung þegar Harpa Lind Guðnadóttir fékk boltann í vítateig Mosfellinga og kom honum í markið og staðan 1-0. En eftir hálftíma leik jafnaði Afturelding og var þar á ferðinni Valdís Björg Friðriksdóttir með laglegt mark eftir stungusendingu frá Kristínu Þóru Birgisdóttur.

Þannig stóð í hálfleik og var það líklega nokkuð sanngjarnt miðað við gang mála fram að því. Strax eftir hlé dró svo til tíðinda þegar Kristín Þóra var stöðvuð í vítateignum með ólöglegum aðferðum og víti dæmt. Valdís Björg steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi uppí markhornið, óverjandi og Afturelding komin yfir 2-1.

Þróttarar áttu fáar sóknir í síðari hálfleik en úr einni slíkri náði Kristín Guðmundsdóttir að setja boltann laglega yfir Mist í marki Aftureldingar og jafnaði þar með metin. Þrátt fyrir síaukin sóknarþunga gestanna náðu þeir ekki að knýja fram sigur og úrslitin því 2-2 jafntefli.

Sem fyrr sagði var nokkuð jafnt á með liðunum komið framan af en Afturelding skapaði sér mun fleiri færi í síðari hálfleik og hefði líklega átt skilið að ná inn einu marki í viðbót og sigrinum í leiknum. Enn er nokkur vorbragur á leik liðsins en á köflum brá fyrir afbragsspili og engin spurning að stelpurnar eru á réttri leið með Tedda og þær munu verða klárar í alvöruna þann 13.maí næstkomandi þegar Pepsideildin hefst.