Jafntefli í Sandgerði – Afturelding á toppnum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Önnur úrslit voru okkar mönnum hagstæð og mörkin sex í síðasta leik komu sér vel því Afturelding hefur nú betra markahlutfall en KV sem tapaði gegn ÍR og toppsætinu um leið. Liðin hafa 32 stig í efstu tveimur sætunum en HK kemur stigi á eftir í þriðja sæti. Þá er stutt í Gróttu, Dalvík/Reyni og ÍR þannig að allt stefnir í háspennu á lokaspretti deildarinnar.

Leikurinn gegn Reyni Sandgerði endaði eins og áður kom fram 1-1 og mun mark okkar manna hafa verið sjálfsmark en heimamenn höfðu komist yfir í síðari hálfleik áður en þeir sáu sjálfir um að jafna leikinn fyrir okkur. Fréttaritari var fjarri góðu gamni og hefur því ekki nánari upplýsingar um gang mála.

Næsti leikur Aftureldingar er á næsta laugardag á N1 vellinum að Varmá gegn Dalvík/Reyni.