Jafntefli í Þorlákshöfn – áfram á toppnum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Lið Ægis er nýliði í deildinni en þeim hefur gengið alveg þokkalega nú framanaf móti og mátti reikna með snúnum leik fyrir okkar menn sem mættu til leiks sem topplið deildarinnar.

Þorgeir Leó Gunnarsson kom Aftureldingu yfir í fyrri hálfleik en heimamenn náðu að jafna stuttu síðar og þannig stóð í hálfleik. Eftir hlé tóku Ægismenn svo forystu en Magnús Már Einarsson jafnaði strax metin og ekki var bætt við mörkum og 2-2 jafntefli staðreynd.

Afturelding er enn í efsta sæti deildarinnar, nú með þriggja stiga forskot á KV sem á leik til góða. Næsti leikur okkar manna er á útivelli næsta fimmtudag í Njarðvík og því næst bíður ferðalag á Egilsstaði og leikur gegn Hetti.