Kristín var í byrjunarliði Íslands í fyrri leiknum sem fram fór á laugardag. Íslenska liðið náði forystu í leiknum en heimastúlkur svöruðu fyrir sig með tveimur mörkum og unnu 2-1.
Síðari leikurinn fór svo fram á mánudag og aftur unnu gestgjafarnir sigur en í þetta skiptið var aðeins eitt mark skorað og úrslitin 1-0.
Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer hér á landi næsta sumar.
Kristín Þóra er í treyju númer 2 á meðfylgjandi mynd af byrjunarliðinu frá laugardeginum. (Mynd KSÍ)