Kristín Þóra Birgisdóttir leikmaður Aftureldingar hefur verið valin til fararinnar en Kristín hefur verið fastamaður í U17 verkefnum undanfarið. Hún hefur þegar leikið þrjá landsleiki með U17 þrátt fyrir að vera ennþá aðeins fimmtán ára gömul og þá hefur hún verið í byrjunarliði meistaraflokks Aftureldingar í síðustu leikjum.
Mótið fer fram dagana 4. – 9.júlí og er Ísland í riðli með Hollandi, Englandi og Svíþjóð og er fyrsti leikurinn gegn heimastúlkum föstudaginn 4.júlí.
Knattspyrnudeild óskar Kristín Þóru til hamingju með áfangann og góðs gengis í Svíþjóð.
