Leikurinn fer fram á Sandgerðisvelli kl 18:00 á fimmtudaginn og er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir þátttöku í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í september.
Knattspyrnudeild óskar Kristínu til hamingju og góðs gengis með landsliðinu.
Þá má geta þess að tveir „gamlir“ Aftureldingarmenn eru á ferðinni með karlalandsliðunum, Axel Óskar Andrésson verður með U19 í tveimur æfingaleikjum gegn Wales í byrjun september og Anton Ari Einarsson verður á ferð og flugi með U21 sem spilar í Norður Írlandi og í Frakklandi.
