Knattspyrnudeild er ánægja að tilkynna að Kristín Tryggvadóttir hefur ákveðið að semja áfram við félagið út árið 2015.
Kristín sem er fædd 1992 hefur ýmist spilað á kantinum eða inni á miðjunni en hefur leyst af bæði í vörn og sókn þegar þess þarf. Hún er þekkt fyrir spretti sína upp kantinn og góðar fyrirgjafir og á sitt leynivopn sem eru hættulegar hornspyrnur og hefur hún m.a. skorað beint úr horni.
Kristín er uppalin hjá Aftureldingu og hefur leikið með félaginu allan sinn feril. Hún á að baki 72 leiki og hefur skorað 6 mörk fyrir meistaraflokk. Hún lék sína fyrstu leik í 1.deildinni árið 2007 og hefur síðan þá verið í sífellt stærra hlutverki hjá liðinu.
