Landsliðsverkefni í júní

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Kristín Þóra Birgisdóttir var boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 kvenna sem fram fóru í síðustu viku í Fífunni. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi fyrir Norðurlandamót U17 kvenna sem fram fer í sumar.

Þá fór knattspyrnuskóli KSÍ á Laugarvatni fram í júní og þar voru fulltrúar Aftureldingar þau Bjarki Steinn Bjarkarsson og Einhildur María Traustadóttir. Knattspyrnuskólinn er fimm daga ferð þar sem krakkar fæddir árið 2000 taka þátt í æfingum undir stjórn þjálfara frá KSÍ og sitja fyrirlestra og fá ýmsa fræðslu á meðan á dvölinni stendur.

Knattspyrnudeild óskar þeim til hamingju með áfangann og góðs gengis í boltanum í sumar.