Lára Kristín hefur háskólanám í USA

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Lára mun hefja nám í sálfræði við St. John´s University í New York og mun hún einnig leika knattspyrnu með háskólaliðinu sem heitir St. John´s Red Storm. Vaila Barsley sem lék með Aftureldingu sumarið 2011 lék áður með liðinu sem leikur í 1.deild í riðli sem heitir Big East. Þjálfari liðsins undanfarin 20 ár er Englendingurinn Ian Stone.

Lára Kristín hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 63 leiki fyrir meistaraflokk Aftureldingar og skorað í þeim 9 mörk. Hún hefur einnig leikið 31 landsleik fyrir Ísland með U17, U19 og U23 landsliðunum og skorað 1 mark fyrir Íslands hönd. Lára hefur borið fyrirliðabandið í fjölmörgum leikjum bæði með Aftureldingu og í landsleikjum enda mikill leiðtogi á velli og hvetur liðsfélaga sína ávallt áfram og sýnir sjálf gott fordæmi.

Knattspyrnudeild óskar Láru góðs gengis í náminu og fótboltanum í Ameríkunni og þakkar henni framúrskarandi góð störf fyrir félagið innan og utan vallar. Hlökkum til að fá þig aftur heim !