Keflvíkingar eru með gott lið og gerðu tvö fyrstu mörk leiksins áður en markamaskínan Alexander Aron Davorsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu og staðan 2-1 fyrir Keflavík í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Keflvíkingar við þriðja markinu og varð það lokastaða leiksins.
Að sögn heimildarmanns voru strákarnir okkar þó vel inní leiknum og sigurinn e.t.v. fullstór hjá heimamönnum. A.m.k. eitt dauðafæri nýttist ekki og þá var brotið á Elvari Inga innan teigs nokkuð augljóslega að mati margra en ekki þó dómarans og Keflavík slapp með skrekkinn.
Á laugardaginn kemur eiga strákarnir svo heimaleik sem verður leikinn í Akraneshöllinni og kemur þá lið Grindavíkur í heimsókn.