Magnús Már sem er nýorðinn 25 ára er uppalinn í Aftureldingu og jafnframt leikja- og markahæsti maður liðsins um þessar mundir.
Þeir læknar sem hafa hlustað Magnús í gegnum tíðina lýsa hjartslættinum sem svo: kraftur, snerpa, úthald, ending…. En Magnús er Mosfellingur í húð og hár, eins og þeir gerast bestir.
Hópurinn er farinn að taka á sig mynd fyrir sumarið hjá meistaraflokki karla enda veitir ekki af þar sem næsta stórverkefni liðsins er að hefjast með þátttöku í A deild Lengjubikarsins.
