Leikurinn var verulega mikilvægur fyrir bæði lið en Fylkisliðið hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í sumar á meðan okkar stúlkur hafa verið að safna dýrmætum stigum undanfarið. Carla Lee kom Aftureldingu yfir í fyrri hálfleik en undir lok leiks gerðust hlutirnir heldur betur.
Fylkir náði að jafna metin undir lokin en í uppbótartíma fengum við vítaspyrnu sem Vendula Strnadova skoraði úr og tryggði þar með þrjú stig. Deildin er heldur betur orðin jöfn núna en Afturelding er með 11 stig ásamt Fylki og Selfoss en FH hefur þremur stigum meira. KR situr hinsvegar í neðsta sæti með aðeins 3 stig.
Afturelding á annan útileik næst, gegn ÍBV í Eyjum á föstudag eftir viku.