Hann hefur þegar fengið keppnisleyfi með Aftureldingu en samningar gengu í gegn í félagaskiptaglugganum.
Moritz er 19 ára stór og stæðilegur, 1.91cm á hæð og örfættur. Hann hefur spilað undanfarið í þýsku Hessenliga með stutta viðkomu í Fram í fyrra. Moritz hefur gengið vel að skora og þykir sérstaklega sterkur skallamaður.
Afturelding býður Moritz velkominn í Mosfellsbæinn og verður spennandi að sjá til hans á næstunni.
