Grindavík hefur mörg undanfarin ár leikið í efstu deild eins og kunnugt er en liðið endaði í fjórða sæti 1.deildar í fyrra, aðeins markamun frá því að endurheimta úrvalsdeildarsæti sitt. Þeir reyndust enda aðeins of stór biti fyrir okkar menn og unnu leikinn 3-1.
Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Grindavík og í þeim síðari bættu þeir við tveimur mörkum áður en Elvar Ingi Vignisson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu og úrslitin 3-1 fyrir Grindavík.
Laugardaginn 8.mars nk. verður svo afar athyglisverður leikur þegar Afturelding mætir stórveldinu úr Vesturbænum, KR í Egilshöll í 3.umferð Lengjubikarsins.
