Pepsideildin heldur áfram

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Leikið verður á Varmárvelli og hefst fjörið klukkan 19:15 stundvíslega.

Bæði lið mun mæta til leiks staðráðin í að ná í sín fyrstu stig í sumar eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, Afturelding gegn Val og FH en Selfoss gegn ÍBV og Þór/KA

Aftureldingarliðið er í ágætu standi, það fækkar smám saman á meiðslalistanum enda eru Erla og Róbert sjúkraþjálfarar að standa sig frábærlega og styrktaræfingarnar hjá Höllu farnar að skila sér. Allir nýju leikmennirnar okkar eru nú mættir til leiks og til í slaginn og verður fróðlegt að sjá byrjunarliðið í þessum mikilvæga leik.

Afturelding og Selfoss hafa mæst fjórum sinnum í deildinni eftir að Selfoss komst í hóp þeirra bestu og hafa sunnanstúlkur haft aðeins betur en þær hafa unnið tvo leiki og tveimur hefur lokið með jafntefli. Nú er hinsvegar komið að því að snúa við taflinu og smella einum heimasigri á tölfræðiyfirlitið.

Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna á völlinn – Áfram Afturelding !