Stelpurnar okkar náðu sér ekki á strik gegn Val í fyrstu umferð en eru staðráðnar í að gera betur þegar þær fá Þrótt í heimsókn á heimavöll. Eitthvað er um smávegis meiðsli í herbúðum Aftureldingar en vonandi nær John þjálfari þó að stilla upp sínu sterkasta liði.
Þróttur vann sér sæti á ný í deildinni eftir ársveru í 1.deild og er almennt spáð að sumarið muni verða þeim erfitt. Þær töpuðu sínum fyrsta leik á heimavelli gegn Selfossi en koma eflaust ákveðnar til leiks á Varmárvelli undir stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Knattspyrnudeild hvetur Mosfellinga til að fjölmenna á þennan mikilvæga lið fyrir stelpurnar okkar og hvetja þær til dáða.
