Sævar sem verður þrítugur á þessu ári, er uppalinn í Aftureldingu og á nú þegar að baki 135 leiki fyrir félagið. Samtals hefur Sævar leikið 175 meistaraflokksleiki á ferlinum og skorað 14 mörk.
Eftir sumarið 2012 gekk Sævar til liðs við Leikni í 1. deild og var þátttakandi í afreki þeirra Leiknismanna síðastliðið sumar að sigra 1. deild og koma liðinu upp í Pepsídeild.
Sævar er fjölhæfur og kraftmikill leikmaður og kemur með mikla reynslu og sterkan karakter inn í leikmannahóp Aftureldingar.
Knattspyrnudeild fagnar því að fá jafn reynslumikinn leikmann með hjartað á réttum stað, aftur á heimaslóðir.