Sasha er 32 ára gömul frá Kanada og er þaulreyndur leikmaður með liðum í Bandaríkjunum, Ástralíu og Noregi auk þess sem hún á fjölmarga landsleiki að baki með Kanada.
Hún hefur leikið 11 leiki fyrir Aftureldingu í sumar í deild og bikar.
Sasha hefur einnig bakgrunn sem einkaþjálfari og mun hún án vafa styrkja þjálfarateymi meistaraflokks kvennafyrir lokasprettinn í Pepsideildinni.
Knattspyrnudeild býður Söshu velkomna til starfa.
