Sigurður Gunnar Sævarsson gengur í raðir Aftureldingar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Sigurður er 24 ára og er uppalinn hjá Víði í Garði, og getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður.

Hann á að baki leiki með Keflavík frá 2008-2010, sínu heimaliði Víði í Garði 2011, en síðustu tvö árin  spilaði hann með Reyni í Sandgerði og var þar valinn besti maður liðsins í fyrra.  Hann er útskrifaður með BS í íþrótta- og heilsufræði og er í meistaranámi núna á því sviði.
 
Hann er því ekki aðeins góður fengur fyrir knattspyrnulið Aftureldingar heldur einnig fyrir vaxandi heilsubæinn Mosfellsbæ þegar fram líða stundir.