Sigurmark á síðustu stundu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Markið eina kom í uppbótartíma og var þar að verki foringi vor og fyrirmynd Arnór Snær Guðmundsson sem tryggði sigurinn og stigin þrjú.

Afturelding réð ferðinni í leiknum og hafði talsverða yfirburði sérstaklega í síðari hálfleik en heimamenn vörðust með ráðum dáð, björguðu á línu oftar en einu sinni og hvaðeina. Það hjálpaði svo ekki til þegar þeir misstu mann af velli með rautt spjald undir lokin og gestirnir gengu þá á lagið og tryggðu sér sigur.

Afturelding er þá komin með tíu stig og er í öðru sæti deildarinnar sem stendur. Guðmundur Viðar Mete kom inná sem varamaður undir lok leiksins og er ánægjulegt að hann sé kominn á ferðina að nýju.