Sigurpáll, sem er fæddur 1996 er uppalinn Mosfellingur og hefur verið að æfa með u/19 landsliðinu síðustu misseri. Hann var einn af lykilmönnum liðs 2. Flokks sem vann sína deild í hittífyrra og tók þátt í öllum deildarleikjum meistaraflokks í fyrra.
Þá var hann valinn efnilegasti leikmaðurinn á lokahófi meistaraflokks karla á síðasta tímabili.
Við óskum Sigurpáli til hamingju með áfangann og hlökkum til að sjá þennan unga og efnilega knattspyrnumann halda áfram að vaxa af miklum krafti.
