Þessir ungu og bráðefnilegu drengir eru allir 19 ára, uppaldir Aftureldingarmenn og nýgengnir upp úr 2. Flokki karla. Þeir áttu einna stærstan þátt í sigurgöngu 2. Flokks í sumar þegar liðið sigraði C deild Íslandsmótsins.
Þeir eru jafnframt skínandi dæmi um það öfluga starf sem unnið hefur verið í yngri deildum Aftureldingar sem að meistaraflokkur karla nýtur góðs af.
Skytturnar þrjár eru kærkomin viðbót í öflugan hóp meistaraflokks karla og verður mjög gaman að fylgjast með þeim vaxa um ókomin ár.
