Skytturnar þrjár úr Mosfellbæ enn í Wales

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Þetta var annar leikur landsliðsins í keppninni og voru mótherjarnir lið Finna. Þrátt fyrir prýðisleik íslenska liðsins og fjölmörg færi náðu stelpurnar ekki að skora en það tókst Finnum einu sinni og úrslitin því 1-0 Finnum í hag.

Þar með er ljóst að líkur Íslands á að ná í úrslitakeppnina að þessu sinni minnkuðu mjög en fyrsti leikurinn fór sem kunnugt er 1-1 gegn Norður Írum. Ísland mætir Portúgal í síðasta leik sínum á þriðjudag og getur með sigri og hagstæðum úrslitum öðrum enn náð í úrslitin.

Á sama tíma lék meistaraflokkur Aftureldingar við Fylki í Lengjubikarnum og tefldi fram nokkuð breyttu liði í fjarveru landsliðsmannanna þriggja. Úrslitin urðu 4-0 tap gegn sterku Fylkisliði en þó brá fyrir lipru spili á köflum hjá okkar stelpum þó marktækifæri væru af skornum skammti.