Leikurinn telst heimaleikur Aftureldingar sem nýtti sér tækifærið til að leika á grasi fyrir austan.
Afturelding hóf leikinn af miklu kappi með tveimur mörkum á fyrstu mínútum og eftir hálftíma leik var staðan orðin 4-0. Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban gerði þrennu á 23 mínútum og Steinar Ægisson skoraði eitt mark og þannig stóð í leikhléi. Í síðari hálfleik bætti Wentzel Steinarr við sínu fjórða marki og Arnór Snær Guðmundsson hélt uppá tvítugsafmælið sitt með einu marki og sjötta marki Aftureldingar áður en Sindramenn lagfærðu stöðuna aðeins með marki úr vítaspyrnu undir lok leiks.
Úrslitin 6-1 fyrir Aftureldingu og liðið endar í öðru sæti riðilsins. Á sama tíma vann KV ÍR og vonir okkar manna um að komast í undanúrslit því úr sögunni.