Leikið var í miklu blíðskaparveðri á Varmárvelli og reyndist leikurinn hinn skemmtilegasti. Carla Lee kom okkar stúlkum yfir með nokkuð einkennilegu marki í fyrri hálfleik og Erica Henderson bætti öðru við skömmu seinna. Skagastúlkur áttu ekki margar sóknir og staðan því 2-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var hinsvegar jafnari og það tók gestina aðeins örfáar mínútur að minnka muninn og hleypa þar með spennu í leikinn. Afturelding jók þó forystu sína þegar Lára Kristín Pedersen skoraði með fallegum skalla en ÍA sneri aftur vörn í sókn og skoraði á ný og staðan 3-2. Síðustu mínúturnar voru þó eign heimaliðsins sem fékk hverja hornspyrnuna á fætur annarri en ekki var meira skorað.
Afturelding er þar með komin í 8-liða úrslitin en dregið verður á mánudag. Næsti leikur er í deildinni á þriðjudag kl 19:15 gegn KR.