Undanfarið hefur deildin lagt áherslu á að ganga frá leikmannasamningum fyrir komandi knattspyrnusumar. Á síðasta ári var liðið hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í fyrstu deild og nú á að ná því markmiði. Lögð hefur verið áhersla á tryggja stöðuleika í leikmannamálum en nánast allir leikmenn síðasta tímabils verða áfram með Aftureldingarliðinu í sumar og flestir þeirra eru uppaldir heimamenn.
Mynd:
Frá endurnýjun leikmannasamninga á dögunum. Frá vinstri: Atli Freyr Gunnarsson, Snorri Helgason, Pétur Magnússon formaður meistarflokks karla, Magnús Már Einarsson og Steinar Ægisson. Að baki þeim standa tveir efnilegir leikmenn úr 3. flokki, þeir Filippus og Arnór Gauti