Komið er að 16 liða úrslitum en strákarnir okkar hafa slegið út Stál-Úlf og Þrótt Vogum í leið sinni hingað til í bikarkeppninni. Mótherjinn í kvöld er heldur betur öflugur, eitt þekktasta knattspyrnulið landsins og má búast við mikilli stemningu á vellinum. Leikurinn hefst kl 19:15.
Fram hefur gengið brösuglega í deildinni í vor og eru sem stendur í næst neðsta sæti Pepsi deildarinnar eftir þrjá tapleiki í röð. Liðið var hinsvegar í fínu formi á undirbúningstímabilinu og ljóst að meira býr í því en þeir hafa sýnt undanfarið.
Afturelding hefur unnið fimm leiki í röð og er komin í toppslaginn í 2.deild eftir erfiða byrjun og það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið stendur sig gegn úrvalsdeildarliðinu. Allir á völlinn – Áfram Afturelding !
Mynd: Steini þjálfari með síðasta bikar sem vannst – bætist annar við í sumar ?