Það voru Alexander Aron Davorsson, Wentzel Steinarr R Kamban, Arnór Snær Guðmundsson og Magnús Már Einarsson sem skoruðu mörkin, en þau hefðu hæglega geta orðið fleiri. Strákarnir hafa því unnið báða leikina sína í Lengjubikarnum í ár og hefja titilvörnina því af krafti. En þeir sigruðu B deild lengjubikarsins í fyrra.
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru með erfiðasta móti, -8 og hávaða rok, ekki kom þó til greina að fresta leiknum, þar sem gestirnir voru komnir alla leið frá Hornafirði.