Sverrir kjörinn formaður knattspyrnudeildar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Sverrir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, bæði í byggingageiranum sem og í fjármálaheiminum en hann rekur í dag sitt eigið ráðgjafafyrirtæki. Ásamt Sverri voru kosnir í nýja stjórn knattspyrnudeildar þeir Árni Magnússon, Ásbjörn Jónsson, Guðjón Svansson, Halldór Halldórsson og Halldór Sigurjónsson.
Á næstunni verður svo gengið frá endanlegri skipan ráðanna þriggja sem deildin samanstendur af, Barna- og unglingaráði, meistaraflokksráði karla og meistaraflokksráði kvenna. 
Fráfarandi formaður knattspyrnudeildar er Óli Valur Steindórsson og vill knattspyrnudeild færa honum þakkir sínar fyrir hans störf í þágu félagsins sem og öðrum fráfarandi stjórnarmönnum sem voru Emil Viðar Eyþórsson, Friðrik Már Gunnarsson, Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, Hallur Birgisson og Rúnar Haraldsson. Halldór Halldórsson heldur áfram í stjórn. 
Kynnt var 6 mánaða uppgjör deildarinnar og fram kom að fjárhagur er í samræmi við áætlanir. Af starfi deildarinnar var helst að frétta að meistaraflokkur kvenna mun leika í 2.deild næsta sumar sem og meistaraflokkur karla sem var þó hársbreidd frá að tryggja sér sæti í 1.deild. Starf Barna- og unglingaráðs gengur afar vel og hafa iðkendur aldrei verið fleiri og virðist framtíðin björt í Mosfellsbæ.

Þá voru rædd aðstöðumál deildarinnar, skipting EM framlags KSÍ og fyrirkomulag á aðalfundi deildarinnar og ársreikningsskilum en knattspyrnudeild er eina deild Aftureldingar sem hefur aðalfund sinn á haustin. Nánari upplýsingar um stjórnarmenn knattspyrnudeildar eru á heimasvæði deildarinnar: https://afturelding.is/knattspyrna/stjorn-deildar.html