Tap fyrir Vestfirðingum

KnattspyrnudeildKnattspyrna

BÍ/Bolungarvík leikur sem kunnugt er deild ofar en okkar menn. Slíkan mun var þó ekki að sjá í leiknum í dag sem var nokkuð jafn.

Vestfirðingarnir voru sterkari í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg marktækifæri. Í hálfleik var staðan 1-1 og var það Wentzel Steinar Ragnarsson sem jafnaði fyrir okkar menn eftir glæsilega útfærða skyndisókn sem hann byrjaði í raun sjálfur.

Í seinni hálfleik voru þeir rauðklæddu stóra liðið á vellinum en þrátt fyrir góðar sóknir og nokkur fín færi, meðal annars stangarskot, fór boltinn ekki í markið. BÍ/Bolungarvík náði hins vegar að nýta eitt af fáum færum sínum undir lok leiksins og innbyrða þannig 2-1 sigur.