Það mátti þó ekki sjá á leik liðanna inná vellinum en stelpurnar okkar komu vel stemmdar í leikinn enda mikilvæg stig í húfi. Leikurinn var í ágætu jafnvægi í fyrri hálfleik og var hart barist um boltann á miðsvæðinu en opin færi frekar fá. Heimaliðið lét boltann ganga vel innan liðs en vantaði herslumun á síðustu sendingu til að opna vörn gestanna. Það voru siðan norðanstúlkur sem skoruðu fyrst í lok hálfleiksins þegar þær komust skyndilega gegnum vörn Aftureldingar og staðan 0-1 í hálfleik.
Í síðari hálfleik þróaðist leikurinn svipað, jafnræði með liðunum útá vellinum en síðasta korterið sýndu gestirnir hversvegna þær sitja á toppnum þegar þær gerðu þrjú mörk og úrslitin því 0-4 fyrir Þór/KA. Afar einkennilegar lokatölur og áttu heimastelpur þetta ekki skilið eftir á köflum ágætan leik.
Erfitt er að taka einhverja út úr jöfnu liði Aftureldingar eftir þennan leik, Erica Henderson átti fínan leik og skapaði mikla hættu þegar hún færði sig framar á völlinn undir lokin, Kristin var örugg í markinu þrátt fyrir úrslitin og á miðjunni var Lára Kristín öflug og Vendula átti einnig fín tilþrif og fer vaxandi. Carla Lee fær þó titilinn maður leiksins að þessu sinni fyrir óþreytandi baráttu í framlínunni en hún átti nokkra lipra spretti og setti miðverði gestanna sífellt undir pressu þó það skilaði sér ekki í marki að þessu sinni.