Þarmeð er hið Rauða Ljón Mosfellinga loksins endurheimt en Þorgeir er uppalinn Mosfellingur, á mála hjá Leikni síðustu ár.
Hann hefur verið klettur í vörn Aftureldingar síðustu tvö árin að láni frá Leikni og hefur munað gríðarlega um hann.
Þessi snjalli og grjótharði bakvörður hefur verið á góðri siglingu í sumar og er það mikið fagnaðarefni fyrir Mosfellinga að fá að njóta krafta hans næstu þrjú árin.
