Þorvaldur fór með liðinu í æfingaferð til Spánar og gerir samning í kjölfar þess en liðið kom heim á laugardag.
Þorvaldur, sem er fæddur 1994 og alinn upp hjá FH, vann m.a. íslandsmeistaratitilinn í 2.flokki 3 ár í röð og æfði reglulega með unglingalandsliðum Íslands. Hann skipti yfir í Völsung í fyrra og spilaði 8 leiki með þeim í 1. deildinni.
Afturelding býður Þorvald velkominn í Mosfellsbæinn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna með liðinu undir styrkri stjórn þjálfara félagsins.
