Leikdagar eru ekki klárir en reikna má með að mótið hefjist fyrir miðjan maí eins og undanfarin ár. Afturelding á fyrsta leik á útivelli gegn Val og verður vonandi leikið á Vodafone vellinum ef tíðarfar leyfir.
Næstu leikir okkar verða svo heima gegn Breiðablik og úti gegn Þór/KA. Síðustu leikirnir eru þá heima gegn Fylki og loks úti gegn Stjörnunni.
Meistaraflokkur kvenna undirbýr sig nú á fullu fyrir nýja tímabilið og stundar styrktaræfingar að kappi undir stjórn Höllu Heimisdóttur í Eldingu og forvarnaræfingar með Róberti Þór Henn sjúkraþjálfara en Theodór Sveinjónsson stýrir liðinu áfram með aðstoð Bill Puckett.
Stelpurnar taka þátt í Íslandsmótinu í Futsal og verður fyrri umferðin leikin á Álftanesi um helgina og sú síðari á Varmá í desember en úrslitakeppni fer svo fram í Laugardalshöll eftir áramót.
