Toppslagur á N1 vellinum að Varmá á laugardag

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Eftir fjögurra leikja sigurhrinu urðu strákarnir okkar að lúta í gerfigras á Gróttuvelli á þriðjudag og gáfu um leið eftir toppsætið til HK. Liðin eru þó jöfn að stigum á toppnum og skilur aðeins markamunur þau að.

HK lék sem kunnugt er í efstu deild fyrir fáum árum og þykir með öflugt lið. Þeir hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og ætla sér án efa áframhald á því enda af flestum spáð sigri í deildinni.

Liðin hafa ekki mæst oft undanfarin ár en í fyrra vann HK báða leikina í deildinni og reyndar einnig fyrir fjórum árum þegar bæði lið voru í 1.deild. Þau gerðu hinsvegar jafntefli í Lengjubikarnum í vor þannig að búast má við spennandi leik.

Leikurinn hefst kl 14:00 á laugardag og er frítt inn gegn framvísun auglýsingu/boðsmiða frá Fasteignasölu Mosfellsbæjar sem fylgdi síðasta Mosfellingi