Úlfur ráðinn þjálfari Aftureldingar

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Úlfur er menntaður íþróttafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur með sérhæfingu í afreks-, styrktar- og þrekþjálfun og hefur einnig lokið UEFA A gráðu auk fjölda annarra námskeiða sem lúta að knattspyrnu- , einka- og styrktarþjálfun.

Úlfur kom til Aftureldingar frá Fjölni fyrir þremur árum og hefur séð um þjálfun 2. flokks og 3. flokks karla Aftureldingar við góðan orðstír og náð fádæma góðum árangri. Auk þess tók hann að sér aðstoðarþjálfarastöðu meistaraflokks síðasta ár og hljóp í skarðið sem þjálfari við brotthvarf Atla Eðvaldssonar síðastliðinn ágúst.

Ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla mun Úlfur sjá um þjálfun 2.flokks karla ásamt þeirri styrktarþjálfun sem hann hefur séð um hjá félaginu undanfarin ár.

Með það að leiðarljósi að halda áfram sterkri tengingu milli meistaraflokks karla og yngri flokka lýsir stjórn Aftureldingar yfir mikilli ánægju með skref Úlfs og undirstrikar stefnu félagsins að ungir og kraftmiklir knattspyrnumenn í vaxandi bæjarfélagi fái sem bestan stuðning til þess að ná markmiðum sínum í heimahögum