Elvar Ingi Vignisson hefur verið boðaður á æfingar með U21 karlalandsliðinu og hittir þar Anton Ara Einarsson fyrrum markmann hjá Aftureldingu sem nú leikur með Val.
Birkir Þór Guðmundsson fer á æfingar hjá U19 og þeir Arnór Breki Ásþórsson og Andri Freyr Jónasson með U17.
Um síðustu helgi voru svo æfingar hjá U17 kvennaliðinu og þar var okkar fulltrúi að venju hún Kristín Þóra Birgisdóttir
Knattspyrnudeild óskar þessum glæsilegu ungmennum til hamingju með árangurinn.