Valgeir Steinn Runólfsson hefur framlengt samning sínum við Aftureldingu um tvö ár.
Valgeir er fæddur á því herrans ári 1994 og er því á sínu fyrsta leiktímabili í meistaraflokki en var lykilmaður í öflugu 2. flokks liði í fyrrasumar sem sigraði C deild.
Valgeir, sem er afar leikinn sóknarmaður, hefur vaxið mikið s.l. ár og hefur staðið sig vel í sumar en hann hefur þegar komið við sögu í 10 leikjum í deildinni.
Félagið fagnar ákvörðun hans að framlengja við félagið og hlakkar til að fylgjast með framförum hans á næstu árum.
f. h. mfl kk
Óli V. Steindórsson