Vika í Pepsi deildina !

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Fyrsti leikur hjá stelpunum er útileikur á Hlíðarenda þann 7.maí þar sem Valur tekur á móti Aftureldingu. Hér á síðunni verður á næstu dögum ýmislegt birt til upplýsinga og upphitunar fyrir Íslandsmótið og sömuleiðis á Facebook síðum félagins. Fyrsti heimaleikurinn er svo 14.maí gegn Þrótti.

Keppnin fer svo í gang hjá strákunum nokkrum dögum síðar eða þann 10.maí þegar Njarðvík kemur í heimsókn í 2.deildinni. Strákarnir mæta einnig Þrótti en það verður í Borgunarbikarnum á útivelli þann 13. maí.

Knattspyrnudeild óskar öllum gleðilegs knattspyrnusumars og hvetur Mosfellinga til að hvetja sitt fólk dyggilega í sumar.