Vor í lofti ?

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Það er meistaraflokkur karla sem um ræðir en strákarnir léku við Njarðvík í Reykjaneshöllinni á fimmtudag. Mótið sem er skipulagt af hinni vinsælu fréttasíðu Fótbolti.net er að verða eitt helsta æfingamótið í boltanum og kemur má segja í stað Faxaflóamótanna í yngri flokkunum. Afturelding leikur í B-deild, riðli 2 ásamt Njarðvík, Selfossi og BÍ/Bolungarvík.

Leikurinn við Njarðvík endaði með 3-2 sigri Suðurnesjapilta en bæði liðin keppa í 2.deild á Íslandsmótinu í sumar. Þetta er einnig fyrsti formlegi leikurinn sem hinn góðkunni þjálfari, Atli Eðvaldsson stjórnar Aftureldingu og verður fróðlegt að fylgjast með strákunum okkar á undirbúningstímabilinu.

Báðir meistaraflokkarnir okkar taka svo þátt í Lengjubikar KSÍ sem hefst í byrjun mars.

Mynd: Raggi Óla